top of page

Gong hugleiðsla & tónheilun í silki

Takmarkaður fjöldi & 2 leiðbeinendur

1 h
4.000 íslenskar krónur
Rafstöðvarvegur

Service Description

Í þessum tíma náum við djúpri slökun inn í taugakerfið okkar með gong hugleiðslu, kristalskálum, trommum og öðru tóndekri. Það er hægt að velja um að láta fara vel um sig á gólfinu og styðja við líkamann með púðum og teppum eða fljóta um í silki sem líkist því að fljóta um í vatni. Þú flýtur um í tóndekri sem hjálpar þér að losa um stress og óþægindi sem kann að hafa sest að í líkama þínum. Tónheilun hefur áhrif á bæði líkamlegt og andlegt ástand þitt með því að hreyfa við því sem er fljótandi í líkama þínum sem og hreyfa við orkulíkamanum þínum. Víbríngurinn sem kemur frá tónunum hefur áhrif á allt umhverfið og hver fruma titrar á sínum hraða sem verður til þess að hreyfing á sér stað og losar um hvort sem það eru líkamlegir verkir eða stöðnuð orka, tilfinningaleg eða tengd orkustöðvum þínum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að  tónheilun hjálpar til við að slaka á taugakerfinu, losar um stress og kvíða, bætir svefn, eykur innri frið, veitir jafnvægi, eykur skýrleika,  stuðlar að tilfinningalegu jafnvægi, eykur sjálfsmildi og vellíðan. Komdu í þægilegum fatnaði og með augngrímu eða augnhvílu með þér (við erum einnig með augngrímur til láns). Leiðbeinendur: 1-2 af Eden fjölskyldunni Sara María, Lovísa, Kolbrún, Danni, Tobi, Þorgerður.


Upcoming Sessions


Cancellation Policy

Ef þú ætlar að hætta við eða breyta tímanum vinsamleg gerðu það 24 tímum fyrir tímann


Contact Details

  • Rafstöðvarvegur, Reykjavík, Iceland


bottom of page