
Möntrur & Yoga Nidra hefst 17. febrúar
Möntrusöngur, cacao, hugleiðsla og tónheilun - 4 vikna námskeið með Kolbrúnu & Danna
Service Description
Á námskeiðinu gerum við æfingar sem hækka orkutíðnina þína, veita henni jafnvægi og róa um leið taugakerfið þitt. Æfingarnar hjálpa þér að losa þig við neikvæða og/eða staðnaða orku í efnis-, tilfinninga- og orkulíkama með því að syngja möntrur, humma, hugleiða og sjálfsheilun. Allir tímar byrja á hjartaopnandi cacao og enda á yoga nidra og tónheilun í silki. Við eflum orkuflæðið með æfingum fyrir hálsstöðina með söng, með því að kyrja saman og hugleiða, með orkulækningum, mudrum, heilun handa, tapping og fleiri áhrifaríkum æfingum til að hreyfa við orkustöðvunum og róa taugakerfið þitt. Á námskeiðinu lærirðu að tengjast orkustöðvum og líkama þínum betur í gegnum æfingar fyrir hálsstöðina þína. Hálsstöðin er upphafið að andlegri tengingu og hjálpar okkur við tjáningu og sköpunarkraft. Á námskeiðinu verður einnig lögð áhersla á tengingu við líkama með hugleiðslu, yoga nidra sem aðstoðar þig við líkamsvitund og núvitund. Streita og áföll leiða til þess að hugur og líkami aftengjast og með æfingunum sem við munum leggja áherslu á þann mikilvæga þátt að tengja huga og líkama með yoga nidra, líkams- og núvitund. Þú lærir að efla lífsorkuna (prana) innra með þér með því að kyrja og syngja með okkur, lærir um möntrur og hvað þær eru heilandi fyrir líkama og sál og færð að finna það á eigin skinni. Eden er með yndisleg hengirúm sem hægt er að leggjast í á meðan hugleiðsla / yoga nidra er. Boðið er upp á ljúffengt cacao í öllum tímum❤ Komdu í öfluga sjálfsheilun með Kolbrúnu og Danna ❤ Verð: 22.900 Kennari er Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir heilari, jógakennari og tónheilari & Daníel Þorsteinsson heilari, tónlistarmaður og tónheilari. Kolbrún er með dipl. ma-ster í jákvæðri sálfræði, er hatha, yin, nidra og áfalla- og streitu jógakennari. Hugleiðslu-, öndunar og núvitundarkennari. Hún er Access Bars orkumeðferðaraðili, Reikimeistari, Kundalini - reikimeistari, hefur lært Curandero hjartaheilun og lært ýmsar aðferðir í orkulækningum.










Upcoming Sessions
Cancellation Policy
Ef þú ætlar að hætta við eða breyta tímanum vinsamleg gerðu það 24 tímum fyrir tímann
Contact Details
Rafstöðvarvegur, Reykjavík, Iceland
454 3130
info@edenyoga.is